Kostir

Meiri arðsemi, aukin viðskiptavild og betri yfirsýn
Í rannsóknum CapGemini og MIT Sloan háskólans í USA kemur fram að þau fyrirtæki sem nýta sér upplýsingatækni til þess að vinna betur úr upplýsingum sem þegar eru til í upplýsingarkerfum fyrirtækja skilar upp undir 26% betri afkomu en ella.

Kannanir sýna einnig að 72% viðskiptavina vilja frekar leysa sýn mál sjálfir á þeim tíma sem þeir hafa óháð því hvar þeir eru staddir, ekki þarf að horfa lengra en til fækkunar bankaútibúa til þess að sjá skýr merki þess. Þá stuðlar aukin sjálfvirkni í afgreiðslu að lækkun kostnaðar í mannahaldi sem og almennum viðskiptakostnaði.

Reynslan sýnir að þau fyrirtæki sem ná að tileinka sér þjónustveflausnir ná forskoti í samkeppni vegna þess að þau gera færri mistök í afgreiðslu og ná að afgreiða viðskiptavini fljótar. Með innleiðingu þjónustuvefja er hægt að rekja alla færslur sem gerðar eru, sem möguleika á því halda utan um alla tölfræði um notkun sem síðan er hægt að nýta í áframhaldandi þróun þjónustunnar.