Arðsemi

Í rannsókn Capgemini og MIT Sloan sem gerð var árið 2012 og náði til rúmlega 400 fyrirtækja um allan heim kemur í ljós að fyrirtæki sem nýta sér stafræna tækni til fullnustu skila allt að 26% meiri arðsemi en þau sem það ekki gera. Því er ljóst að mikill ávinningur er fólginn í því að beisla þann auð sem felst í innleiðingu sjálfvirkni í þjónustu, en þar er Instant einmitt á heimavelli.

Viðskiptavinir kjósa sjálfsafgreiðslu í sífellt meiri mæli og þarf ekki annað en að horfa til fækkunar útibúa bankanna til þess að sjá þess skýr merki.